Svipar til Milestone

Fréttin um sölu eigna Soffoníasar Cecilssonar í Grundarfirði til annars félags, SC hf., færsla eigna á nýja kennitölu, skuldir skildar eftir á þeirri gömlu, minnir óneitanlega á tilburðina hjá Milestone þegar búið var að spila allt í rúst. Setja átti upp blekkingardæmi til að halda eignunum undir yfirráðum vanhæfra eigenda, en komast hjá að standa skil á skuldum.

Það gekk ekki og nú er ekkert eftir af Milestone. Tilburðir meirihlutaeigenda þessa áður gagnmerka útgerðarfyrirtækis eru dæmdir til að fara sömu leið. Það verður ekkert eftir af fyrirtækinu. Það virðist eins og stjórnendur fyrirtækisins átti sig ekki á þeirri einföldu staðreynd að rekstur þess er alfarið upp á náð Landsbankans. Veiðiheimildir eru veðsettar þar og gott betur. Skuldsetningin er svo yfirgengileg, að engin velvild nægði til að leyfa rekstrinum að halda áfram, hvað þá að kljúfa eignir frá og láta skuldir verða eftir í órekstrarhæfri einingu.

Þetta er allt hið ævintýralegasta dæmi, sem á ekki möguleika á að ganga upp, hvorki að því er varðar bankann, né heldur þriðjungseiganda gamla félagsins, sem til stendur að skilja eftir sem skel.

Þetta er með slíkum ólíkindum að maður á erfitt með að trúa að menn, sem væntanlega telja sig sæmilega viti borna athafnamenn, láti sér detta annað eins í hug.


mbl.is Skip og veiðiheimildir í nýtt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það sem ég les úr þessu öllu ásamt þeim heimildarmönnum sem tjáð hafa mér sögu þessa máls þá er ekki annað að sjá en að sá sem var alfarið á móti skuldsetningunni situr eftir í súpunni.... Gróðafíklarnir stofna svo nýtt félag, en það á eftir að koma í ljós hvort sá gjörningur sé í lagi.

Óþveramál alltsaman.

Kveðja

Kaldi og ég er brottfluttur Grundfirðingur.

Ólafur Björn Ólafsson, 14.6.2009 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband