Ekkert að gerast - stjörf ríkisstjórn

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður vinstri grænna, sagði í sjónvarpsviðtali í lok sl. viku að það væri nú ekki mikil ástæða fyrir landsmenn að kvarta yfir seinagangi í stjórnarmyndun. Við hefðum nú, eftir allt, starfandi ríkisstjórn. Menntamálaráðherrann var hissa, og virtist hálf hvumpin yfir þessum óþarfa áhyggjum landsmanna.

Um afköst hinnar „starfandi ríkisstjórnar“ má þó sannarlega deila. 

Meðan þessi „starfandi ríkisstjórn“ aðhefst ekkert og vinnur ekki að þeim verkefnum, sem hún tók að sér að sinna með sérlegri blessun Framsóknarflokksins fyrir 90 dögum, hefði verið réttara að tala um „stjarfa ríkisstjórn“.

Ég held að það séu fáar ríkisstjórnir, sem færst hafa jafn mikið á fang og sú, sem nú situr. Enn færri eru þær, sem hafa gert jafn lítið. Fáar eru þær, sem hafa lofað jafn miklu og færri eru þær, sem hafa brugðizt jafn illilega. Það vantaði þó ekki fyrirheitin. Bjarga átti heimilunum og gera ráðstafanir til að vinna úr vanda atvinnuveganna, einkum með því að koma bankakerfinu í gang, lækka vexti og draga úr atvinnuleysi. Það virtist svo ótrúlega auðvelt að koma skútunni aftur á réttan kjöl. Við erum samt ennþá á hvolfi. 

Það er þó ekki sanngjarnt að halda því fram að hæstvirt ríkisstjórnin hafi ekkert gert í rúma viku eftir kosningar. Hún hefur, semsé, farið um víðan völl í málefnum Evrópusambandsins. Að hafa geð í sér til að ræða ESB í bak og fyrir í stað þess að taka til hendinni við brýn verkefni heima fyrir lýsir illa brengluðu mati á forgangssetningu vinstri flokkanna. Ég held að þetta ráðaleysi og flumbur um ekki neitt muni seint gleymast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svona svona hún er jú búin að setja í lög að konur eigi að vera klæddar sjáist þær við staur . Er hjartanlega sammála þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.5.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Góðir menn geta ekki annað en verið sammála í þessu tilviki. Athafnaleysið, sem jafnast á við kæruleysi, er óafsakanlegt.

Gunnar Gunnarsson, 3.5.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband