Brotin krosstré

Úr því að nú hafa brugðizt krosstré sem önnur tré (við þessu var alltaf búizt af hinum trjánum), er þess kannski að vænta að ÓRG hafi döngun í sér til að hafna á ný lögum um Icesave-vitleysuna og vísa þeim til þjóðarinnar til endanlegrar afgreiðslu.

Þar er um að ræða þann eina vettvang, sem ásættanlegur er fyrir þennan stóra skandal.

Lögunum var hafnað í fyrri umferð, ekki eingöngu vegna þeirra risaskuldbindinga, sem þau hefðu haft í för með sér, heldur, og ekki síður, vegna þeirrar einföldu staðreyndar að verið er að þröngva þjóðinni til að gangast undir ábyrgð, sem er ekki hennar.

Var ekki, er ekki og verður ekki.

Önnur málsmeðferð er með öllu óásættanleg. 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hverju orði sannara Gunnar, hnitmiðuð og skorinort samantekt sem segir það segja þarf.

mbkv

KH

Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband