Hvaða tilgangi á Byr að þjóna?

Einsog önnur þau fjármálafyrirtæki, sem komin eru að fótum fram vegna græðgi og óstjórnar og hafa verið látin róa, á Byr að fara í gjaldþrot.

Tilgangurinn með því að púkka undir fyrirtæki, sem engum tilgangi þjónar öðrum en þeim að vera, og verða, dragbítur á opinbera fjármuni, er engum skiljanlegur. Akkur ríkissjóðs af því að halda Byr gangandi er nákvæmlega enginn.

Alltof fyrirferðarmikið bankakerfi á Íslandi hefur löngum verið talið illskiljanlegt. Hér gefst gullið tækifæri til að grisja aðeins frumskóg útibúanetsins, svo ekki sá talað um þann sparnað sem hlýzt af því að leyfa þeim, sem skellinn eiga skilið að taka hann. 


mbl.is Ríkið vill eignast Byr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Skyldu stjórnmálamennirnir eiga einhverra hagsmuna að gæta í þessu máli???

Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband