Kæru landsmenn ... brandari ársins

Sjálfsagt er ekki nema gott eitt við það að Landsbankinn skuli vera formlega kominn á lappirnar aftur. Þessi banki allra landsmanna, sem átti stærstan þátt í að setja þjóðfélagið, alla landsmenn, á hausinn með Icesave-ævintýri sínu.

Í tilefni „endurreisnar“ Landsbankans hafa svo verið keyptar heilsíðuauglýsingar og er þar farið fögrum orðum um hve uppbyggilegur Landsbankinn ætli sér að vera í framtíðinni; að sjálfsögðu er ekkert minnst á fortíðina.

Fyrir sína hönd, stjórnar og starfsfólks ritar svo bankastjórinn nafn sitt af mikilli vandvirkni. 

Það er þessi yfirlýsing bankastjórans, sem vekur ekki endilega kátínu (það er ekkert fyndið við Landsbbankann), heldur miklu fremur forundran. Þessi forundran, sem fljótt umhverfist í hrossahlátur, er til komin vegna þeirra faguryrða, sem stjórinn lætur falla á prenti. 

Þessi Norður Kóresku faguryrði eru einkum þau „[g]ildi sem starfsfólkið hefur sameinast um að gera að leiðarstefi sínu...“

Gildiseiningarnar í leiðarstefinu eru semsé Virðing, Heilindi (!), Fagmennska (sic) og, nú skulið þið halda ykkur, Eldmóður. Ég myndi fara varlega þegar starfsmenn Landsbankins fara að sýna eldmóð. Síðast þegar eldmóður greip starfsfólkið var verið að selja peningamarkaðsbréf af mikilli fagmennsku í slagtogi við heilindi og virðingu.


mbl.is Fjárbinding upp á 184 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Held að fólk ætti að færa viðskipti sín úr þessum banka, ef svo vill til að einhverjir einstaklingar eru þar enn með viðskipti sín.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.12.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband