Er fagnað á fullveldisdegi?

„Icesave-samningarnir við Breta og Hollendinga  og meðferð þeirra í höndum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er alvarlegasta glappaskot íslenskra stjórnvalda í samskiptum við aðrar þjóðir frá 1918. Ástæðulaust er að deila um ástæður eða aðdraganda samninganna.  Málsmeðferð fram að 1. febrúar 2009, þegar þau Jóhanna og Steingrímur J. settust að völdum, er ekki hulin neinum leyndarhjúpi. Hvað svo menn segja um hana, verða þeir að hafa burði til að greina á milli þess og síðan hins, sem birtist í samningum Svavars Gestssonar og félaga, sem voru kynntir fyrir alþingi 5. júní 2009 og þau Jóhanna og Steingrímur J. vildu og virtust sannfærð um, að rynnu þegjandi og hljóðalaust í gegnum þingið. Að minnsta kosti þótti þingflokki Samfylkingarinnar varla taka því að ræða málið.“

Hér vísa ég í skrif Björns Bjarnasonar um æviminningar séra Sigurðar Stefánssonar, prests og alþingismanns, Vigurklerkurinn, sem Sögufélag Ísfirðinga gefur út.

Undir lok greinar sinnar segir Björn:

„Ríkisstjórnin stefnir að þrennu: 1) að blóðmjólka þjóðina og fyrirtæki með háum sköttum í því skyni að örva hagkerfið; 2) treysta stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu með því að leggja ofurþungar Icesave-byrðar á þjóðina; og 3) styrkja fullveldið með því að afsala sér því innan Evrópusambandsins undir Lissabon-stjórnarskránni, sem tekur gildi 1. desember 2009.

Sigurður prestur sagði um sambandslögin frá 1. desember 1918:  „Máttu þetta teljast hin mestu og bestu tíðindi, sem nokkurn tíma höfðu gjörst í stjórnmálasögu Íslands.“

Nú 1. desember 2009 stöndum við frammi fyrir verstu ótíðindum stjórnmálasögunnar og verður skömm þeirra, sem knýja þau fram, jafnmikil og þakklætið til þeirra, sem stóðu að sambandslögunum 1918.“

Það er ekki miklu við þetta að bæta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband