10.10.2009
Þeir fiska, sem róa
Mér fannst ástæða til þess sl. fimmtudag að virða við þessa tvo framsóknarmenn það, sem þeir eru að reyna að gera fyrir land sitt og þjóð meðan forsætisráðherrann situr í heljardeyfð og neitar sig að hræra nema með fylgi merkjanlegur árangur í ESB-siglingu samfylkingarinnar.
Hafi þessi sami forsætisráðherra sig svo í frammi með það að markmiði að grafa undan öðrum leiðum en þeim, sem eru henni og spunakringlunum í kringum hana þóknanlegar, er lítil ástæða til að biðjast velvirðingar.
Mun ekki biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki er allt gull sem glóir kæri Gunnar. Bendi þér á að lesa vel pistilinn eftir einn af okkar fremstu bloggurum, Láru Hönnu., en þar lýsir hún yfir ýmsum efarsemdum um Noregsför framsóknarmanna. Margt leggur hún fram sér til stuðnings. Þessi för þeirra Gö og Gokke til Noregs er kannski ekki eins vinaholl íslenskri þjóð og af er látið.
Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 16:11
Það eina sem Jóhanna getur gert, er að drífa sig að Bessastöðum og afhenda umboð sitt sem forsætisráðherra. Þessi kerla er búin að glata því litla trausti sem hún hafði í upphafi. Við verðum að fá kosningar sem fyrst og þangað til verður Ólafur Ragnar að sjá okkur fyrir ríkisstjórn.
Ólafur Ragnar ber mikla ábyrgð á þessari ríkisstjórn. Ekki bara hvatti hann til hennar, heldur neitaði hann að vísa Icesave-málinu til úrskurðar þjóðarinnar. Það voru hans stærstu mistök, sem munu fylgja nafni hans um ókomin ár. Með þeirra ákvörðun var hann persónulega að taka ábyrgð sem engin forseti getur tekið. Nú er allt framhald málsins á ábyrgð Ólafs Ragnars Grímssonar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 16:21
Þórður Þ.: Þér hefur tekizt að lesa þig framhjá „spunakerlingunum“ í þessum stutta pistli mínum. Las færsluna, sem þú vitnar í og finnst satt að segja lítið til koma. Lestu athugasemd nr. 55.
Gunnar Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 16:28
Þórður.
Gæti ekki hent sig að myndskeið sem þú ert að vitna til séu með innfeldar myndir -Það er mjög auðvelt að að fúska þannig með heimildir - aumustu fúskarar geta það.
Benedikta E, 10.10.2009 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.