Fríblað? - Búið spil

Sú breyting, sem Fréttablaðið er að gera á dreifingu í lok þessa mánaðar, hefur verð fyrirséð í alllangan tíma.

Dreifing þess, annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu, hefur víðast verið rétt til málamynda; lítið spennandi fyrir þá, sem krefjast frétta á prenti.

Stórkarlalegar yfirlýsingar aðstandenda þessa flaggskips Baugsmiðlanna hafa ekki gengið eftir og nú er svo komið að „fríblaðið“ verður selt þeim, sem það vilja kaupa.

Í framhaldi af lausasölu á landsbyggðinni verður svo tekið hið sjálfsagða skref, sem er að bjóða blaðið í áskrift. Gangi það eftir svo einhverju nemi, verður sama förin farin á höfuðborgarsvæðinu.

Ég efa stórlega að ég komi til með að eyða peningum í áskrift að Fréttablaðinu!


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki papírus dagblöð bara að líða undir lok ? Að vísu notalegt að heyra skrjáfið með morgunkaffinu. Kanski maður fari að venja sig á nýja siði hafa t.d. góða ljóðabók á eldhúsborðinu.

Finnur Bárðarson, 8.10.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Finnur, ég held að dagur án blaðs (með viðeigandi sötri og pælingum) verði dagur tilgangsleysis, eða svona allt að því. Hef m.a.s. staðið mig að því að böðlast í gegnum Frankfurter Allgemeine og El País. Það verður að vera blað. Tölvuskjár er bara tölvuskjár!

Gunnar Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband