21.9.2009
Geta trútt um talað
Jú, Hollendingar (og Bretar) hafa ástæðu til endalausrar ánægju í viðureigninni við Íslendinga, sem þeir hafa þegar unnið og nær því brosið eyrnanna á milli.
Stríðið er einfaldlega unnið því ekkert skal látið ógert til að þóknast þessum tveimur verðandi herraþjóðum í Evrópusambandinu.
Þá má ekki gleyma töfum, sem Hollendingar og Bretar hafa valdið á fyrstu endurskoðun Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins á lánveitingum; endurskoðun, sem er komin átta mánuði fram yfir tímann og verður ekki unnin fyrr en Íslendingar hafa að öllu undirgengizt kröfur þessara verðandi félaga okkar í ESB.
Er það nema von að Hollendingar segist eiga í „mjög jákvæðu og uppbyggilegu sambandi við bresk og íslensk yfirvöld.“
![]() |
Hollendingar bjartsýnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.