4.9.2009
Bréfasendingar duga ekki
Skv. heimildum mbl.is hafa formleg svör ekki borist vegna bréfaskriftanna segir í tilvísaðri grein á mbl.is. Það er ótrúleg bjartsýni að búast við því að bréfskriftir skili einhverjum árangri í þessu erfiða og flókna máli.
Bretar og Hollendingar hafa þegar platað útsenda embættismenn upp úr skónum, þá Svavar Gestsson og Indriða H. Þorláksson og nú er farið að senda Indriða H. til viðræðna á nýjan leik!
Það eina, sem dugar er að forsætisráðherra krefjist fundar með starfsbræðrum sínum og kæmi erindi Íslendinga á framfæri, svo ekki færi á milli mála hver viljinn væri. Þetta væri gert ef hugur fylgdi máli, sem hann gerir ekki.
Ráðherrann er sátt við stöðu mála, enda með Icesave-samningum tryggt að áfram verður haldið að véla um inngöngu Íslands í ESB. Ekki er líklegt að mikið verði aðhafzt, sem sett gæti það samningaferli í hættu.
Bréf til Hollands og Bretland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.