1.9.2009
Ég á líklega ekki hlutabréf í þessu
Uppi á vegg hjá mér hangir 30 krónu hlutabréf í Hlutafjelaginu Eimskipafjelagi Íslands, sem gefið var út árið 1914.
Afi minn gaf föður mínum bréfið og hann síðan mér.
Það var gefið út þegar það var þótti við hæfi að styðja þetta þáverandi óskabarn þjóðarinnar, þó ekki væri endilega um að ræða stórar fjárhæðir.
Bréfið hefur ekki verið neins virði, sem slíkt, í mörg ár, og aðeins verið hér hjá mér upp á punt og til minningar um stóra drauma Íslendinga snemma á síðustu öld. Mér þykir, af augljósum ástæðum, líka vænt um þetta bréf.
Þeir, sem gáfu félaginu nafn, hafa líklega ekki látið sig dreyma að því yrði, 95 árum síðar, breytt í þennan fáránleika.
![]() |
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Athugasemdir
Sælir.
Björgólfur lagði niður óskabarn þjóðarinnar með formlegum hætti á sínum tíma, þ.e.a.s. það félag sem var stofnað 1914. Eigur þess runnu síðan ínn í annað eins og finna má í fyritækjaskránni hjá RSK. Þannig er þetta ekki óskabarn þjóðarinnar svonefnt. Þetta er hann sagður hafa gert í hefndarskyni vegna Hafskipamálsins hans þar sem hann var sakfelldur fyrir ýmis lögbrot, en kenndi Eimskip um síðar.
Avion Group hf, Flugfélagið Atlanta hf, Flugfélagið Atlanta ehf
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.