Og hverjir ættu að biðjast afsökunar? Ekki ég

"Hann segir áreiðanlegt að mistök hafi verið gerð hjá Kaupþingi." Þetta segir hann, blessaður sakleysinginn, fyrrverandi forstjóri stærsta banka landsins.

Það er svo komið, að margir gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnir fjármálafurstanna fyrrverandi. Segja það skipta litlu máli úr því sem komið er. Grátur og gnístran tanna þeirra, sem settu allt á hausinn verða þess ekki valdandi að skútan komist aftur á réttan kjöl.

Það, sem fæstir sætta sig við sem góða lenzku er að sjá einn af milljarðadrengjunum koma í sjónvarp og beinlínis þenja sig yfir því að hörmungin hafi ekki verið honum, eða hans, að kenna, heldur öllum öðrum, sem þátt tóku í darraðardansinum.

Það er fæstum skemmt yfir svona frammistöðu, ungi maður.

 

 


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband