15.8.2009
Þetta er kallaður stjórnmálaflokkur
Ég veit ekki hvort þetta blessað fólk býst við að vera tekið alvarlega, en hér er um að ræða hóp fólks, sem saklausir Íslendingar kusu á þing.
Lágmarkskrafa, sem gerð er til þingmanna er að hægt sé að taka þá alvarlega. Það er krafa, sem Borgarahreyfingin á í miklum erfiðleikum með að uppfylla eftir nýjasta útspil eins úr hópnum þar sem andleg heilsa annars er stórlega dregin í efa og líkum leitt að því að viðkomandi sé allsendis ófær um að sinna skyldum sínum á Alþingi Íslendinga.
Ástand þingflokksins í heild sinni er raunar svo dapurt, að bezt færi á þvi að þau skili öll kjörbréfum sínum og komi ekki nálægt störfum þingsins.
Það er þörf fyrir fólk á þingi, sem hefur a.m.k. lágmarksvitneskju um það, hvernig á að haga sér.
Þetta er hópur fjögurra kjána, sem tekst stöðugt að verða sjálfum sér og kjósendum sínum til skammar.
Margrét kalli til varamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér, það er með ólíkindum að fá 4 þingmenn og þeir haga sér eins og trúðar. Við sem kjósum hljótum að gera þá kröfu að þeir beri virðingu fyrir löggjafaþinginu en geri það ekki að trúðaþingi.
Ómar Gíslason, 15.8.2009 kl. 04:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.