14.8.2009
Það getur aldrei orðið breið samstaða
Það getur ekki undir neinum kringumstæðum orðið breið samstaða um fyrirvara við Icesave-klúðri þeirra Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar.
Ástæða þess er einfaldlega sú að samningur snillinganna gerir þær kröfur til okkar í nútíð og fyrirsjáanlegri framtíð að við fórnum efnahagslegu sjálfstæði okkar. Þessa fórn má skrifa hjá þeim félögum, sem og þrælslundaðri ríkisstjórn, sem hefur það eitt að markmiði að koma landi og þjóð undir ofurveldi skrifræðisins í Brussel.
Það er orðið erfitt að sjá hvor ber þyngri ábyrgð í landsölumálinu, Jóhanna Sigurðardóttir með krataliðið á bak við sig, eða Steingrímur J. Sigfússon, sem staðið hefur eins og bolabítur í vörn fyrir hörmung þeirra Svavars og Indriða.
Afstaða forsætisráðherra er að sumu leyti skiljanleg, því það hefur verið kappsmál flokks hennar um langa hríð að selja landið undir Brussel-veldið. Afstöðu fjármálaráðherrans er erfiðara að átta sig á. Hann hefur, allt frá því farið var að ræða Icesave-klúðrið í þinginu, þverskallazt við að ljá máls á neinu því, er orðið gæti til að milda áhrif samningsins og harðneitað að gangast við því að um gæti verið að ræða aðrar og betri aðferðir og leiðir en þær, sem lærifaðirinn Svavar fékk honum í hendur.
Tilræði forkólfa ríkisstjórnar Íslands við eigin þjóð verður lengi í minnum höfð. Fjandsamlegri aðgerð gegn sjálfstæði landsins er torfundin.
![]() |
Ekki breið samstaða um fyrirvara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú hún er vel þekt, opnaðu bara augun það var þegar okkar flokkur seldi landið í þessa ánauð,,,,,,,,,,,,,VAKNIÐ
SH (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 04:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.