6.8.2009
Kaþólskari en páfinn
Ef ég vissi ekki betur, þá færi ég að halda að fjármálaráðherra Íslendinga sé á mála hjá Bretum og Hollendingum, slíkur er ákafi hans við að gera veg þeirra sem mestan í verstu milliríkjadeilu, sem landið hefur átt í. Deilu, sem snýst um það, hvort Íslendingar haldi efnahagslegu sjálfstæði sínu þegar til lengri tíma er litið.
Það er sama, hvað hefur verið nefnt á nafn og lagt til að reynt yrði til að draga úr hrikalegum áhrifum Icesave-samnings þeirra félaga Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar. Það er ekki ljáð máls á því einu sinni að ræða lausnir eða möguleika. Staðið er á því fastar en fótunum að Bretum og Hollendingum skuli borgað ekki minna en það, sem aulasamningur Svavars og Indriða kveður á um.
Nú síðast segir hann „enga innistæðu fyrir sjónarmiði Ragnars H. Hall hæstaréttarlögmann sem telji að Tryggingasjóður innstæðueigenda eigi að eiga forgangskröfu í þrotabúið og mistök hafi verið gerð í samningnum.“
Við hvað er ráðherrann hræddur? Óttast hann reiði læriföður síns, Svavars Gestssonar, ef hann dirfist að fara þá einu leið, sem réttlætanleg er og sú er að varpa samningnum fyrir róða eða setja við hann svo róttæka fyrirvara, að honum væri í raun hafnað.
![]() |
Svigrúm til að setja skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.8.2009 kl. 02:04 | Facebook
Athugasemdir
Maðurinn er með doktorsgráðu í mótmælum og enginn hefur rétt fyrir sér nema hann, alveg sama hvað á dynur vinstri stjórnin má ekki fara frá hvað sem tautar og raular, er þetta eðlilegt að láta svona!!!
bláskjár
Eyjólfur G Svavarsson, 7.8.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.