Litlir karlar erum vér

Stjórn Kaupþings hefur, með því að skjóta bankastjórann í bakið, sýnt af sér dusilmennsku, sem á sér fá dæmi.

Það má vel vera að bankastjórinn hafi farið fram með öðrum hætti en stjórnin telur æskilegt, þegar litið er um öxl og ljóst er að framgangurinn var ekki til þess fallinn að afla bankanum velvilja og vinsælda.

Að mínu mati var krafan um lögbann fáránleg, en opinber aftaka aðila, sem að öllum líkindum taldi sig vera að vinna stofnuninni vel, er engum til sóma.

Svona nokkuð gerir maður ekki, eins og einhver sagði.


mbl.is Stjórn Kaupþings harmar skaðann af lögbanninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

nákvæmlega

Páll Blöndal, 6.8.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband