Uppgjöf og aumingjaskapur

Nú er svo komið að aðdáendur Samfylkingarinnar, þó vissulega sé þar lítið að dást að, eru farnir að halda því fram að skynsemin sé „að ná yfirhöndinni“.

Ekki fæst séð, hvað átt er við með þessu nákvæmlega, en þegar talað er um að það sé „gott að þingmenn eru að komast að þeirri niðurstöðu að ljúka þessu máli“, skýrist málið.

Þetta er röksemdafærslan, sem Svavar Gestsson hefur gert ódauðlega með þeirri yfirlýsingu sinni að hann „nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir sér lengur“.

Það getur verið að Samfylkingarmenn séu sáttir við að gera hvað sem er til að komast í náðina hjá Evrópusambandinu. Þá skiptir ekki máli að lélegir samningamenn, sem ekki virðast hafa vitað hvað þeir voru að gera, skili af sér samningi til afgreiðslu Alþingis, sem binda myndi þjóðina á klafa vesældar um ótalda áratugi.

 


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband