Eftir brillians Evu Joly í þremur erlendum dagblöðum var það grátlega dapurlegt að sjá, og hlusta á, fjölmiðlafulltrúa forsætisráðuneytisins, Kristján Kristjánsson lýsa því yfir að í raun væri ekki um að ræða neina opinbera skoðun stjórnvalda á efnahagsvandanum.
Álit Kristjáns á skoðun Íslendinga er óhugsað og kjánalegt: Að skoðanirnar væru eiginlega jafn margar og Íslendingar vegna þess að við gætum ekki komið okkur saman um nokkurn skapaðan hlut.
Ekki voru skrif Hrannars B. Arnarssonar betur til þess fallin að ýta undir þá vonarglætu að stjórnvöld væru að gera eitthvað til að halda úti vörnum fyrir málstað Íslendinga.
Öllum er ljóst, eða ætti að vera ljóst, að þessi dapurlega ríkisstjórn leyfir sér að láta landið og miðin fljóta að feigðarósi og gera ekkert af viti til að láta í sér heyra. Hafi nokkurn tíma verið nauðsyn á að haldið væri úti öflugri baráttu fyrir réttlátum málstað, þá er það nú.
Ekkert heyrist nema aulalegar afsakanir.
Hvernig má það vera að fjölmiðlafulltrúinn láti sér detta í hug að halda fram þeirri vitleysu, sem hann gerir.
Til hvers var hann ráðinn til starfa og hvað er hann að gera?
Joly tókst það sem öðrum tekst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi skrif Hrannars voru svo sannarlega dapurleg og sýna ráðaleysi ríkisstjórnarinnar. Það hefur ekkert gott komið frá þessari ríkisstjórn, og hún hefur ekkert gert fyrir fólkið í landinu. Eva Joly er þjóðarhetja og nafn hennar verður skráð á spjöld sögunnar. Það sama er ekki hægt að segja um hrokagikkinn Hrannar B eða félaga hans í Samhyskingunni!
Anna Margrét Bjarnadóttir, 4.8.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.