28.7.2009
Getum lifað án Össurar
[V]ið förum ekki í viðræðurnar með það fyrir augum að við munum ekki komast af án Evrópu. Það getum við.
Þessi ummæli utanríkisráðherrans eru kolröng, út í hött og engum bjóðandi. Við getum ekki komizt af án Evrópu. Við getum heldur ekki komizt af án Kanada og Bandaríkjanna, né getum við komizt af án Kína, Japans og þannig mætti áfram telja.
Það hefur ekkert breytzt í samskiptaferli Íslendinga við umheiminn við það að Samfylkingin komst í ríkisstjórn og það mun ekkert breytast eftir að við höfum losnað við hana úr ríkisstjórn.
Ísland er háð samskiptum við önnur lönd. Það hefur aldrei farið á milli mála. Málið er einfaldlega það, að við höfum ekkert út úr því að binda trúss okkar við ákveðna valdablokk og hafna með því samskiptum og viðskiptum, að vissu marki, við aðra þá, sem við höfum átt farsæl og góð samskipti við í áratugi.
Minnimáttarkennd í samskiptum við umheiminn virðist hafa glapið sósíaldemókrötum svo illilega sýn að vanhæfni þeirra til að taka þátt í stjórn þessa lands er að verða algjör.
Við þurfum Evrópu, Ameríku og Asíu. Við göngum engum þeirra a hönd, en við höfnum heldur engum.
Getum lifað án Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.