Ég held, og tel mig raunar vita, að það eru fjarri því margir jafn glaðir og hamingjusamir og utanríkisráðherrann.
Honum hefur verið legið á hálsi fyrir að þjóna þessari ESB-dellu sinni og Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé á allt annarri skoðun.
Íslendingar skilja ekki hvernig Össur Skarphéðinsson getur verið svona glaður og hamingjusamur með gang mála í Brussel þó allt sé í kaldakoli hér heima fyrir.
Það áttar sig enginn á hamingju Össurar og flýja land vegna vöntunar á aðgerðum við að koma einstaklingum og fjölskyldum til hjálpar.
Mönnum er fyrirmunað að skilja gleði Össurar yfir ákvörðun pólitíkusa í Brussel um að nú skuli hafizt handa við að ræða samning, sem síðan bíður ekkert annað en að verða felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hann hefði getað spara mikla fjármuni með því að fara ekki í þessa vitleysu og valdið þannig gleði og hamingju, a.m.k. að vissu marki, með meirihluta þjóðarinnar.
Össur: Diplómatískur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einmitt það sem ég hugsaði,er ég sá fyrirsögnina,ekki allir jafn glaðir.
Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.