„Tær snilld“ - lifum við þetta af?

„[Þ]að dregur mjög mikið úr lífsgæðum,“ segir Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies.

Í Morgunblaðinu eru átta aðilar spurðir fimm spurninga um afleiðingar þess að staðið verði við Icesave-samninginn, sem þeir snillingar Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, gerðu á dögunum við ofjarla sína í Hollandi og Bretlandi.

Þessum fimm spurningum er stillt upp með stóru letri og í þessum óþægilegu Icesave-litum, þvert yfir síðu og svara sérfræðingarnir þeim svo lið fyrir lið á þremur síðum.

Svar Daniels Gros við spurningu númer eitt er m.a. að það dragi mjög mikið úr lífsgæðum og allir eru svarendur nokkurn veginn sammála í svörum sínum um það, hver áhrifin verði „á lífskjör í landinu - daglegt líf landsmanna“, spurningu númer fjögur.

Lífskjör munu versna og af svörunum má ráða að lakari lífskjör með hærri sköttum og lægri ríkisútgjöldum verði viðvarandi um allmörg ár. Ekki reyna menn að tíunda þetta árabil, enda væri slíkt fásinna, en ljóst er að um verður að ræða langt tímabil verulega mikið lakari lífskjara en Íslendingar voru orðnir vanir.

Spurt er, hvort lífeyrissjóðirnir yrðu þjóðnýttir. Allir nema einn svarenda telja það ólíklegan eða afleitan kost. Sá eini, sem ekki lagði í að svara þessu, sagði þetta vera vandamál, sem væri á borði stjórnmálamanna og ekki væri um að ræða nokkrar forsendur til að svara slíkri spurningu. Heldur klént af hálfu hagfræðings að reyna ekki einu sinni að leggja mat á inntak þessarar spurningar.

Hér er um að ræða forvitnilega umfjöllun um afleiðingar Icesave. Mat sérfræðinganna er, í stuttu máli,  að þær séu slæmar; mjög slæmar.

Þannig er nú komið fyrir okkur. Það er mat svarenda Morgunblaðsins að, jú, líklega munum við lifa þetta af, en ekkert má útaf bera. Aflabrestur gæti t.d. alveg farið með okkur. Léleg hagstjórn væri ávísun á hörmungar. Lífinu verður lifað alveg úti í kanti.

Þá væri gaman að heyra í þeim bankastjóra Landsbankans, sem nefndi þessar innlánaveiðar „tæra snilld“. Hann er líklega enn bara nokkuð brattur, eða hvað?

 


mbl.is Icesave: Gæti stefnt í óefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sigurjón lifir sældarlífi og er ánægður með sína aðkomu eins og sæmir eðal krimma.

Finnur Bárðarson, 25.7.2009 kl. 17:30

2 Smámynd: ThoR-E

spurning hvernig þessi hlúnkur sofi á nóttunni .. Sigurjón á stóran þátt í þessu öllu saman .. samt einhvernvegin efast ég um að hann lifi á atvinnuleysisbótum .. það á að frysta allar eigur hans og setja upp í þessa Icesave skuld .. sem og Björgúlfanna og annara stjórnarmanna í Landsbankanum.

En neinei.. þessir menn lifa lúxuslífi í dag .. er skrítið að það sé hlegið af okkur erlendis ??

algjörlega óhæf stjórnvöld sem hér ráða ... það er alveg komið í ljós.

ThoR-E, 25.7.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kennir hann ekki í fjármálaverkfræði upp í Háskóla og var Hreiðar ekki að stofna fyrirtæki í fjármálaráðgjöf ?

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: ThoR-E

og nú er komið í ljós .. að þýfið (icesave peningarnir) fóru að meirihluta í "lán" til eigenda bankans og fyrirtækja tengdum þeim.

afhverju ganga þessir menn lausir ??

hvað er í gangi?

ef við værum í U.S.A væru þessir menn í gæsluvarðhaldi og síðan jafnvel dæmdir í 20 ára fangelsi ... en ekki á litla Íslandi ... ekki með auðmannasleikjur sem fengu tugmilljóna "styrki" ... mútur???  ... í ríkisstjórn.

Ég segi eins og Geir .. guð hjálpi Íslandi .. eða var það blessi Ísland .. það kemur út á eitt.

ThoR-E, 26.7.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband