22.7.2009
Eilíf skömm kratanna
Það mun taka vinstri flokkana á Íslandi, einkum og sér í lagi Samfylkinguna, langan tíma að þvo af sér Evrópusambandsskömmina.
Utanríkisráðherra heldur áfram að beygja sig og bukta fyrir fulltrúum Brussel-veldisins, þrátt fyrir að krafa sé gerð um að gengið verði að Icesave-kröfum Hollendinga og Breta áður en farið verður að ræða ESB-aðild af alvöru.
Það er deginum ljósara að sósíaldemókrötunum finnst meira um vert að komast í klúbbinn í Brussel en að viðhalda því litla, sem eftir er af efnahagslegu sjálfstæði landsins.Það skiptir litlu þó sótt sé að íslenzkum almenningi á ósvífinn hátt, eins og kollegi Össurar segir á vefsíðu sinni í gær.
Ræðir við Bildt um ESB umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.