21.7.2009
Og Ögmundur talar af viti!
Stöðugt koma fram nýjar upplýsingar sem tengjast Icesave-skuldbindingunum. Álitamálin hrannast upp. Líka hótanirnar. Ef við ekki göngum í einum grænum frá Icesave er okkur sagt að aðildarumsókn til Evrópusambandsins sé í uppnámi! Skyldi öllu fórnandi fyrir það?
Þetta lætur ráðherra heilbrigðismála, Ögmundur Jónasson, frá sér fara á vefsíðu sinni.
Ýmislegt fleira kemur frá ráðherranum af viti, en kjarni málsins er sá, að það sé ekki öllu fórnandi fyrir aðild að Evrópusambandinu.
Hann lætur þess getið, að sótt sé að íslenzkum almenningi á ósvífinn hátt.
Ögmundur segir að gefið [sé] í skyn að allt verði betra eftir því sem við lútum lægra. Þetta er mikil villuhugsun.
Þetta er hreint ekki ólíkt því, sem ég hef tjáð mig á þessum vettvangi undanfarið.
Það er rétt, Ögmundur Jónasson, það er ekki öllu fórnandi.
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Athugasemdir
Gott ef satt reimist en,
Ekki getur Ögmundur sagt nei hingað og ekki lengra burtu með þennan Icesave
Jón Sveinsson, 21.7.2009 kl. 23:12
Af hverju getur hann það ekki Jón ?
Ef einhver döngun er í karlinum þá tekur hann stöðu gegn landráði og segir -NEI -við ríkisábyrgð vegna Æsseif ...............Ekki flókið ef viljinn er fyrir hendi - Jóhanna er kannski búin að berja úr honum döngunina................
Benedikta E, 22.7.2009 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.