20.7.2009
Viljum við stuðning Letta?
Við hljótum að óska vinum okkar Lettum alls hins bezta í baráttu þeirra við að komast út úr þeim hremmingum, sem þeir eiga við að glíma og baráttu þeirra við Brussel-veldið. Þeir hafa fengið að komast að því að fátt er unnið við það að ganga í ESB-klúbbinn.
Hvað varðar stuðning Letta við umsókn Samfylkingarinnar um að komast í klúbbinn, þá er hann pent afþakkaður. Við erum búin að sjá nóg.
Lettar styðja Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gunnar. Ekki held ég að stuðningur Letta verði það erfiðasta sem við þurfum að kyngja fyrir Samfylkinguna og umrædda aðildarumsókn. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.7.2009 kl. 20:53
Nei, satt er það, Kolbrún. Ég á, hins vegar, erfitt mað að sjá, hvað tvö reköld á borð við Ísland og Lettland geta gert, hvort sem er í sameiningu eða sitt í hvoru lagi. Ég er viss um að þessi stuðningsyfirlýsing Letta er sett fram af heilum hug og eins og ég sagði í bloggfærslunni, þá óska ég þeim alls hins bezta. Þeir eiga það skilið.
Gunnar Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 22:30
já ég er hjartanlega sammála þér í þessari færslu. Ég er bara svo á móti þessari aðildarumsókn og hneyksluð á framgangi þingmanna varðandi tvöfalda kosningu sem ég held að hefði sparað okkur hundruð milljóna í þessari vinnu sem felst í umsókn. Auðvitað fagna Lettar og fleiri því að fá stórt land með fámenna þjóð, sem verður áhrifalaus innan sambandsins, en er fullt af auðlindum sem hægt er að nýta, þeim og öðrum til framtíðar. Gott ef á ekki að afgreiða okkur með forgangshraða til að komast í góssið. Með kveðju Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.7.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.