Heimssýn, Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hefur kynnt helztu ástæður fyrir höfnun aðildar að Evrópusambandinu.
Fyrir okkur, sem höfnum þessari leið til óláns, segja þessar greinar allt, sem segja þarf um hugveilu Samfylkingarinnar og villu þeirra annarra, sem telja að við eigum eitthvert erindi í ofurveldið.
Ég ætla að birta þessar tólf greinar. Hér er grein nr. tólf:
Þungt högg fyrir landbúnaðinn
Íslenzkur landbúnaður veitir okkur öryggi í fæðuframleiðslu af miklum gæðum, auk þess sem hann styrkir jöfnuð í viðskiptum við aðrar þjóðir og heldur uppi atvinnu og byggð á landinu.
ESB-aðild yrði þungt högg fyrir landbúnaðinn, sem sviptur yrði tollvernd. Samdráttur í búvöruframleiðslu myndi valda auknu atvinnuleysi í sveitum víðs vegar um land og á þéttbýlum svæðum, sem byggja afkomu sína á framleiðslu landbúnaðarafurða.
Eftir hrun fjármálalífsins er nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að spara gjaldeyri og draga úr atvinnuleysi í stað þess að auka innflutning á kostnað innlendrar framleiðslu og hækka heildargreiðslur vegna atvinnuleysisbóta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.