Andstaða CSU - væntanlega einnig CDU

Ekki er hægt að segja að mikill harmur, eða harmur yfirleitt, ríki á mínum vettvangi vegna ákvörðunar Christlich-Soziale Union í Bayern að setja sig á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Meðal raka leiðtoga CSU á Evrópuþinginu (!) er að ESB geti ekki bjargað Íslandi út út efnahagskreppunni. Það er líklega hárrétt hjá leiðtoganum, því ESB hefur sýnt það og sannað að sambandið hvorki vill né getur bjargað einum eða neinum í yfirstandandi kreppu. Þetta hefur ESB sýnt, svo um munar, í viðmóti og afstöðu til þeirra Austur Evrópulanda, sem í hvað harðastri rimmu eiga við efnahagsörðugleika um þessar mundir.

Þá er bara ein leið eftir. Hún er að kaupa sig inn í ESB og skiptir verðið þá ekki máli. 

Aðgöngumiðinn, sem þarf að greiða er kjánasamningurinn um Icesave við Hollendinga og Breta upp á litla 500-1000 miljarða. Enginn veit hver kostnaðurinn verður nema það að hann verður óviðráðanlegur. Það skiptir ekki máli.

Það er ástæða til að fleiri raddir á borð við umvandanir CSU heyrist og það sem fyrst. Því fyrr sem það verður öllum ljóst að við eigum ekkert erindi í Brussel-klúbbinn, því betra.

 


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband