17.7.2009
Engin staða lengur, ekkert traust
Það er ekki rétt að staða Þorgerðar Katrínar hafi veikzt. Staðreyndin er einfaldlega sú, að hún hefur ekki hvorki traust né neina stöðu lengur sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Eina sæmdarleið Þorgerðar Katrínar er að víkja nú þegar.
Það er ekki boðlegt varaformanni flokksins að ganga á svig við yfirlýsta stefnu, sem tekin var á yfirvegaðan máta og með miklum meirihluta atkvæða á síðasta Landsfundi.
Hún nýtur ekki lengur trausts. Traust er nokkuð, sem forysta flokksins getur ekki verið án.
![]() |
Staða Þorgerðar Katrínar veikist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Facebook
Athugasemdir
Fara eftir sannfæringu sinni..... en bara þegar það hentar flokknum, er það ekki ?
Finnur Bárðarson, 17.7.2009 kl. 12:35
Það sem þið Sjallar getið verið mótsagnakenndir.. my god...
hilmar jónsson, 17.7.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.