Endalaust klúður ráðherranna

Hvers konar dæmalausir bjánar eru stjórnarþingmenn og í þessu tilviki sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar með utanríkisráðherra í broddi fylkingar.

Og ekki er þetta í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin felur gögn fyrir þingmönnum. Það er langt frá því að búið sé að gleyma pukrinu í kringum Icesave-vesenið.

Það, sem skiptir mestu máli er að hér er á ferðinni skýrsla, sem unnin var að frumkvæði íslenzkra stjórnvalda, nánar tiltekið utanríkisráðuneytisins, og fjallar hún um stöðu íslenzks landbúnaðar innan ESB.

Landbúnaður er önnur af tveimur atvinnugreinum, sem yrðu fyrir hvað mestu áfalli, kæmi einhvern tíma til þess að Ísland yrði hluti af Brussel-veldinu. Nauðsynlegt er að upplýsa alla, ekki aðeins þá, sem koma að landbúnaði, um innihald þessarar skýrslu, vegna framtíðarhagsmuna landsins.

Það virðist ekki vera hægt og verður þá ekki hjá því komizt að draga þá ályktun að ekki sé útlitið bjart fyrir íslenzkan landbúnað innan ESB.

Slíkt má greinilega ekki ræða sama daginn og gengið verður til atkvæða um viðræðutillögur Samfylkingarinnar.


mbl.is Landbúnaðarskýrslan sögð trúnaðarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband