14.7.2009
Skjaldborgin?
Já, það er alltaf verið að tala um einhverjar nefndir.
Í byrjun febrúar var líka talað um það að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin i landinu; fólk er nú ráðþrota gegn úrræðaleysi banka og stjórnvalda.
Lánastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings, sigir bankann vera að undirbúa lausn fyrir skuldsetta einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki sem muni væntanlega fela í sér afskrift veðskulda umfram virði fasteigna.
Skuldugir einstaklingar verða allir komnir á hausinn þegar skjaldborgin kemst loks upp.
Það verður ekki um að ræða kostnaðarsama skjaldborg.
Ráðþrota gegn úrræðaleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli það hefði ekki verið nær að færa skuldir niður strax um 20% hið minnsta ? það hefði gefið heimilum og fyrirtækjum svigrúm sem hugsanlega hefði nýst til að halda hjólunum betur gangandi í dag og trúlega minna atvinnuleysi en við eigum nú við að glíma.
Tómas Ibsen Halldórsson, 14.7.2009 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.