14.7.2009
Fyrr má nú rota en dauðrota
Ég hef haft mig í frammi á þessum vettvangi til þess, m.a. að mæla með og krefjast, að starfsmenn fyrirtækja á borð við SPRON, rúmlega 100 manns, fengju greidd í umsömdum uppsagnarfresti. Þar var um að ræða sjálfsagða og augljósa kröfu, sem loks hefur verið gengið að, þó til þess þyrfti lagasetningu.
Við lestur fréttar um að ákveðnir starfsmenn gömlu bankanna geri kröfur vegna vangoldinna launa og vísa til réttar á að fá árangsurstengdar greiðslur, þá var mér öllum lokið.
Ekki ætla ég mér að leggja dóm á kröfur þeirra, sem telja sig eiga lengri uppsagnarfrest en gengur og gerist.
Hámark veruleikafirringar hlýtur þó að birtast í greiðslur, sem tengdar séu árangri. Hvaða árangri? Getur það t.d. verið að um sé að ræða sölumenn peningamarkaðssjóðanna, sem héldu uppi öflugu sölu- og kynningarstarfi allt fram í rauðan dauðann?
Sé miðað við söfnun fjármuna í þessa sjóði, eiga starfsmennirnir sennilega ríkulega umbun skilið. Sé, hins vegar, litið til þess árangurs, sem sjóðirnir náðu í ráðstöfun og meðferð fjármuna almennings, fæ ég ekki séð að þeir eigi krónu skilið.
Tugir launakrafna í farvatninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.