Hvað annað en alvarlegt lögbrot?

Í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag segir í fyrirsögn að Sjóvá hafi skuldað í bótasjóð. Þessi fyrirsögn er útfærð nánar í fréttaskýringu og þá tekið dýpra í árinni: Tryggingafélagið Sjóvá átti ekki lengur fyrir vátryggingaskuld.

Hvað er Mogginn að segja okkur á innsíðum, sem ekki var komið fram á forsíðu? Jú, einfaldlega það að tryggingafélagið hafði notað bótasjóð hugsanlegra tjónþola í brask. Sjóvá var komið í þrot með uppgjör og greiðslur tjóna.

Ekki er heimilt að beita fjármunum bótasjóða í neitt annað en öruggar fjárfestingar og skulu þær innleysanlegar með litlum fyrirvara. 

Íbúðaturn í Macau og fasteignir í öðrum löndum, þ.á.m. í Austur Evrópu, falla ekki undir kröfur um innleysanleika með litlum fyrirvara, nema þá, hugsanlega með umtalsverðu tapi, eins og í ljós kom í Macau. 

Það verður forvitnilegt að fylgjast með réttarhöldum yfir þeim Milestone-mönnum og þjónum þeirra.

Athygliverður vinkill á þessari sögu: Hvar voru endurskoðendur þessara félaga?


mbl.is Sjóvá skuldaði í bótasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband