Gamalt hlutabréf

Uppi á vegg hjá mér hangir hlutabréf, sem afi minn gaf föður mínum, sem síðan gaf mér það fyrir löngu síðan. Bréfið er dagsett 1. júlí 1914 og þótti þá sjálfsagt að leggja fé af mörkum svo þetta „óskabarn þjóðarinnar“ kæmist á flot. Mér þykir vænt um þetta bréf, ekki sízt fyrir það að öll ár síðari heimsstyrjaldarinnar var faðir minn loftskeytamaður á einu skipa Eimskips.

Um 15% þjóðarinnar keyptu þessi bréf.

Auk þess að efla flutninga á sjó var við því búizt að félagið myndi snúa hjólum verzlunar örar og auka með því efnahagslega hagsæld í landinu. Þá stóðu vonir til að það stuðlaði að þróun mannlífs og styrkti sjálfstæðisbaráttuna.

Nú er óskabarnið sokkið, en þeir, sem sízt eiga skilið gera kröfur í dánarbúið. 


mbl.is Eimskip sýknað af kröfu Baldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband