Gunnar fer, hvað með Flosa og Ómar?

Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og formaður stjórnar LSK hefur einn axlað ábyrgð á þessum 24% af eignum sjóðsins, sem Kópavogsbær tók að láni. Tímar voru viðsjárverðir, bönkum var ekki treystandi og koma þurfti fjármunum lífeyrissjóðsins í örugga ávöxtun.

Endurskoðandi sjóðsins er meðvitaður um stöðu mála og honum bar að gera meira en segjast vera „hræddur“.

Þá kemur að heiðursmönnunum Flosa og Ómari, stjórnarmönnum LSK, sem voru ekki síður upplýstir um gang og stöðu mála en stjórnarformaðurinn. Hafa þeir engum mórölskum skyldum að gegna? Hvers vegna sitja þeir ennþá í stjórn bæjarfélagsins, eins og ekkert hafi gerzt?


mbl.is „Og þá erum við í vanda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir eru haldnir sér-Íslensku siðblindunni.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 13:16

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Auðvitað eiga þeir að fara á stundinni. Skiptir engu máli hvaða flokki þeir tilheyra eða hvað þeir telji sig saklausa. Ætlum við aldrei að komast upp á plan sjálfsgagnrýninnar ?

Finnur Bárðarson, 27.6.2009 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband