27.6.2009
Meinlætalifnaður eða Móðuharðindi
Hækkun á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi kemur lítið við þann, er þennan pistil skrifar, enda notkun þeirra neyzluliða í slíku lágmarki að jaðrar við meinlætalifnað.
Það, sem meira máli skiptir eru þau fyrirhuguðu gjöld og álögur, sem varða nauðsynjar daglegs lífs eins og benzíngjald og olíugjald. Gjaldtegundir, er varða fólk á leið til og frá vinnu eða ferjandi börn í leikskóla, grunnskóla og til tómstundaiðkana. Verði ekki búið að skattleggja tómstundaiðkanir út fyrir kaupgetu venjulegra heimila.
Miðað við álagningargleði fjármálaráðherra er öruggt að óbeinir skattar verða hækkaðir út og suður, sama hvaða áhrif slíkar hækkanir kunna að hafa á verðbólguþróun.
Málum verður einfaldlega þannig komið að það verður ekki lengur líft hér á klakanaum. Meinlætalifnaður verður ekki lengur það sem lífsbaráttan snýst um í álagningargleði vinstri stjórnarinnar. Við sjáum fram á 21. aldar útgáfu af Móðuharðindum.
![]() |
Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Reyndar ef þú skuldar lán þá bitna þessar skattahækkanir á þér og öllum sem skulda lán, þetta hækkar vísitölu, verðtryggingu, matur hækkar, allt hækkar. Það á frekar að setja flatan 25% skatt á allt, þannig fer fólk að hætta að stunda svarta starfsemi, maður fær meira útborgað, eyðir meira í mat, vín, tóbak, bíó, skemmtanir, ferðalög og svo mætti lengi telja. Það styrkir allar stoðir fyrirtækja, það verður ekki fyrir samdrætti vegna þess að fólk hættir að lifa á núðlum.
Sævar Einarsson, 27.6.2009 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.