Blásaklaus

Sé það rétt hjá Hannesi Smárasyni að hann hafi engin lög brotið og í hvívetna lagt sig fram um að fylgja lögum og reglum, sem viðskiptalífinu hafa verið sett, hefur hann ekkert að óttast.

Það ætti því að vera allsendis óþarfi að draga í efa lögmæti húsleitar, sem gerð var hjá honum. Hvað þá að áfrýja til Hæstaréttar niðurstöðu Héraðsdóms um lögmæti þessa gjörnings.

Sé Hannes blásaklaus, þarf hann ekki á úrskurði Hæstaréttar að halda til að fullvissa sig og aðra. Honum væri mestur greiði gerður með því að láta dómstóla fara sínar leiðir og komast að hinni einu og sönnu niðurstöðu, sem samkvæmt trú Hannesar getur ekki orðið önnur en vottorð um sakleysi og hreinleika.


mbl.is Hannes segist ekki hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er einmitt þessvegna sem hann er ekki að kæra ;)

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband