12.6.2009
Er búinn að taka af skarið
Hann hafi sjálfur talið eðlilegt og kosið að víkja í öllum málum sem varða bankahrunið. Þau séu þó aðeins brot af því sem embættið fær til meðferðar.
Þetta er sagt um Valtý Sigurðsson, ríkissaksóknara og kemur fram í viðtali hans við Morgunblaðið. Í viðtalinu segir hann að krafa um að hann víki alfarið úr embætti ríkissaksóknara sé ekki studd lögfræðilegum rökum.
Ég leyfi mér að benda á að krafa Joly um að ríkissaksóknari víki frekar en hann hefur þegar gert er ekki studd neinum rökum, hvorki lögfræðilegum né almennum. Það eina, sem fram hefur komið þeirri kröfu til stuðnings eru fullyrðingar Joly. Þær fá, hreinlega, ekki staðizt.
Óheppilegar yfirlýsingar [Evu Joly], segir ríkissaksóknari. Ég leyfi mér að taka dýpra í árinni. Þetta eru ástæðulausar og barnalegar yfirlýsingar, auk þess að vera algjörlega ógrundaðar.
Valtýr vill ráða Evu Joly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Facebook
Athugasemdir
Ætlar hann að ráð Evu sem einkaritara sinn, honum er ekki viðbjargandi
Finnur Bárðarson, 12.6.2009 kl. 17:55
Ég stend í þeirri trú að jafnvel ríkissaksóknarar geti reynt að segja brandara.
Gunnar Gunnarsson, 12.6.2009 kl. 18:03
Er það ekki óheppilegt að þetta embætti sé vanhæft til að styðja þessa stærstu rannsókn íslandssögunnar?
Er það ekki óheppilegt að rannsóknin geti ekki fengið stuðning frá ríkissaksóknara ?
Held að þú ættir að kynna þér þetta mál betur Gunnar, og hvað Eva Joly er að reyna að gera hér.
ThoR-E, 12.6.2009 kl. 18:41
Valtýr er einn allsherjar brandari sjáfur. Mér verður bumbult við setningar eins og "óheppileg yfirlýsing" talsmáti íslenskra vesalinga
Finnur Bárðarson, 12.6.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.