12.6.2009
Treysta skal á Sjálfstæðisflokkinn
Nú féllust mér hreinlega hendur. Þarna sitja hinir miklu leiðtogar, tveir saman og hnípnir, vegna þess að allar líkur eru á því að hinn glæsti samningur Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar um lúkningu Icesaeve-deilunnar hafi ekki þann meirihluta á Alþingi, sem á þarf að halda. Þessi glæsta ríkisstjórn, sem hefur sér það helzt til afreka unnið að koma litlu sem engu í verk frá því hún tók fyrst til starfa 1. febrúar sl.
Fyrst var stjórnin í minnihluta og naut þá stuðnings Framsóknarflokksins. Nú er hún aftur að komast í minnihluta og virðist þá telja einsýnt að hún muni njóta stuðnings Sjálfstæðisflokksins. Hér er, væntanlega, verið að tala um þingmenn, sem ekki var unnt að treysta fyrir upplýsingum um hvað hinn glæsti samningur snýst; hver eru hans helztu efnisatriði.
Stendur það ekki forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar nær að gera ráðstafanir til að tala við eigin þingmenn, þar af einn í hlutverki ráðherra og annan í hlutverki þingflokksformanns, áður en farið er að gráta utan í þingmenn annarra flokka?
Sjálfstæðismenn til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Megi bölvun leggjast á Sjálfstæðisflokkinn ef hann kemur þessum smjattpöttum og liðleskjum í Samfylkingunni til bjargar.
Koma þarf stjórninni frá og kjósa upp á nýtt, og fá alvöru fólk í brúnna - koma þarf frá Ógnarstjórn kommúnistanna.
Liberal, 12.6.2009 kl. 15:38
Er ekki bölvun á XD nú þegar? Hvaða flokk ættum við eiginlega að kjósa í brúnna ef þessir virka ekki? Það þyrfti þá eitthvað nýtt fólk? XO?
Kommentarinn, 13.6.2009 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.