10.6.2009
Fangi fær að tjá sig
Það sem skiptir höfuðmáli í þessari frétt er ekki hvort fanginn er sekur eða saklaus, heldur hitt að honum er gert kleyft að tjá sig um sakargiftir.
Guantanamo fangelsið er orðin ein mesta skömm, sem Bandaríkjamenn hafa gert sér. Siðaðir menn halda ekki föngum sínum utan og án laga í pyntingarbúðum, sama hve alvarlegar sakargiftirnar kunna að vera.
Slíkar aðferðir höfum við gjarnan tengt einræðisþjóðfélögum á borð við Sovétríkin og leppríki þeirra, Þýzkaland nazista og Norður Kóreu.
Ekki upplýst, vestrænt þjóðfélag á 21. öld.
Guantanamo-fangi neitar sök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætli þeir hafi ekki líka tekið hann upprunalega í heimalandi sínu og fært hann til Kúbu.
Spurning hversu réttmætt það er. Ef það yrði gert hérna væri það mannrán myndi ég ætla. Varla yrði Íslendingur framseldur fyrir að sprengja sendiráð.
"Hver veit þó. Virðumst láta undan flestum pressum að utan."
Garðar Þórisson, 10.6.2009 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.