Versti samningur allra tíma?

Sé það rétt að íslenzka ríkið sé að taka þetta risalán á 5,5% vöxtum, sem því brezka leggist til á 3% kjörum, hefur sérastakur samingamaður íslenzka ríkisins, hr. sendiherra Svavar Gestsson, heldur betur samið af sér. Menn láta sér einfaldlega ekki detta í hug að líta við 250 punkta vaxtamun.

Heyrði í Álfheiði Ingadóttur í Kastljósi í kvöld. Konan var heldur æst og stressuð og hélt því m.a. fram að þessar hörmungar allar væru ekki vinstri grænum að kenna. Þeir (VG) hefðu ekki átt neinn þátt í að koma okkur í þessa skelfilegu stöðu.

Ég er að flestu leyti sammála Álfheiði, en hún verður að gera sér grein fyrir því að hér er um að ræða skammarlegan samning, hvernig sem á hann er litið. Jafnvel með augum sendiherrans ágæta. Þá skiptir minna máli hver á upprunalegu sökina.

 


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Guðmundsson

Ég er sammála, ég á 5 ára dótturdóttur, sem hefði náð betri samningi en þetta, svo er ekki, ákkúrat núna, málið hverjum er um að kenna. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið að sér að koma okkur út úr þessu og henni ber að gæta okkar hagsmuna bæði inná við og útá við. Þetta er bara bull, þarna er fólk ekki að vinna vinnuna sína.

Jón Guðmundsson, 6.6.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband