30.5.2009
Ábyrgð takmörkuð - hvernig?
Það er sama hvernig ég les þessa frétt, með vísun í fyrirsögnina. Það er ekki um neina takmörkun á ábyrgð að ræða. Þegar upp er staðið, er það ríkissjóður Íslands, sem ábyrgist, án takmörkunar að neinu leyti, uppgjör Icesave-reikninganna.
Málið snýst um að gefið verði út skuldabréf með veði í öllum eignum bankans í Englandi. Þetta gerir skilanefnd bankans væntanlega fyrir hönd bankans. Spurningin er: Hver situr uppi með bankann og allt, sem honum tilheyrir? Er það ekki íslenzka ríkið?
Þegar þessar eignir hafa verið notaðar til að greiða eigendum Icesave-reikninganna er gert ráð fyrir að íslenzka ríkið greiði það, sem upp á kann að vanta.
Hvar er takmörkunin?
Takmarka ábyrgð vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2009 kl. 01:48 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef sjaldan séð annan eins þvætting, Gunnar.
Er þetta hugsað sem grín-frétt ? Sjáðu bara fyrirsögnina ! Er það að takmarka ábyrgð, að skrifa upp á ótakmarkaða ábyrgð ?
Í fréttinni segir einnig:
Hvernig er hægt að bjóða fólki upp á svona andskotans rugl ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.5.2009 kl. 01:29
Get ekki verið þér meira sammála, Loftur.
Ég átta mig ekki almennilega á forsendum svona fréttar.
Hvað sem því líður, þá er ég viss um að sá, sem fréttina skrifaði hafði litla hugmynd, sem enga, um hvað hann var að gera.
Gunnar Gunnarsson, 31.5.2009 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.