18.5.2009
Dansa myndi ég, væri mér boðið upp
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fór heldur betur á flug í stefnuræðu sinni á Alþingi nú í kvöld. Með því að lýsa því sem framtíðarsýn sinni að Íslendingar yrðu leiðandi í mótun og stjórn sjávarútvegsstefnu ESB kom ráðherrann upp um fullkomna veruleikafyrringu sína. Hún sagðist hafa fulla trú á að það takist, [v]ið getum sótt fram og byggt upp innan Evrópusambandsins.
Forsætisráðherra er í raun að bjóða ESB að Ísland taki að sér að þennan flókna málaflokk fyrir sambandið og stýri honum farsællega fyrir allra hönd. Ísland hefur byggt upp öfluga sjávarútvegsstefnu, sem yrði, einfaldlega, rústað af ESB. Við höfum beitt okkur fyrir skynsamlegri nýtingu fiskistofna, en á daginn hefur komið að fiskistofnar í lögsögu ESB eru meðal ofveiddustu fiskistofna í heiminum. Þá er ljóst að ESB er ókunnugt um ástand meirihluta fiskistofna í lögsögu sinni.
Lætur forsætisráðherrann sér raunverulega detta í hug að Íslendingar yrðu látnir komast upp með einhvern moðreik gagnvart t.d. Spánverjum og Bretum þegar kæmi að úthlutun kvóta og veiðileyfa í íslenzkri efnahagslögsögu? Það yrði einfaldlega hlegið að þessu boði Íslendinga, ef við kæmumst þá svo langt að geta lagt það á borðið.
Fiskistofnar yrðu, innan fárra ára frá inngöngu í ESB, meðal þeirra ofveiddustu í heimi og innan skamms hefði enginn nokkra hugmynd um ástand þeirra.
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá þér. Ég vona bara að 95 % þjóðarinnar hugsi eins og þú, við. Þessi evrópuhugsjón er algjör illution enda er það að koma framm allsstaðar í evrópu. Hvernig væri að Húsavík setti upp gróðurhúsabreiðu á Bakka í stað álvers? Skapar vinnu, og er besta grænmeti í heimi. Við getum verið sjálfbær ef við viljum og nennum.
Anna Ragnhildur, 18.5.2009 kl. 22:18
Ef Jóhanna er sá snillingur í sjávarútvegsmálum sem hún fullyrðir, ættum við endilega að bjóða ESB krafta hennar. Evrópumenn yrðu þá reiðu-búnir eftir 100 ár, að ganga í Íslendska fiskveiði-sambandið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.5.2009 kl. 23:24
Ég held að það sé nokkuð til í því, sem þú segir, Loftur. Það, sem mér finnst dapurlegast við ESB-hugmyndir Samfylkingarinnar er að þar virðast menn (og konur) raunverulega trúa því að við kæmumst upp með að gera okkur stór. Staðreyndin er, einfaldlega sú, að við yrðum, áður en við vissum af, orðin að útnára, sem enginn liti til af neinni alvöru. Málið er ekki flóknara en svo!
Gunnar Gunnarsson, 18.5.2009 kl. 23:31
Allur málflutningur Samfylkingarinnar, varðandi ESB-aðild okkar, er byggður á ýkjum og lygum. Þú fjallar um eina ýkjuna Gunnar, þar sem eru meint áhrif okkar innan ESB á sjávarútvegsstefnuna.
Í kvöld bar Beljan einnig þá lygi á borð, að öll efnahagsvandamál þjóðarinnar yrðu strax léttbærari, bara ef hafnar væru viðræður við ESB. Allir vita að engin stoð er undir þessari fullyrðingu. Evrópusambandið og Evran rambar á barmi upplausnar og viðræður eru í bezta falli tímasóun. Ég spái því að ekki sé langt í búsáhaldabyltinguna síðari.
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.5.2009 kl. 23:47
Það, sem margir horfa til er nýr og stöðugur gjaldmiðill, evran. Urgur er í mörgum með evruna, aðrir hafa ekki tekið hana upp og því megum við ekki gleyma, að það væru einhverjir áratugir á að hún yrði tekin upp á Íslandi m.v. stöðu efnahagsmála. Okkar staða er, einfaldlega of erfið til að við getum gert ráð fyrir að hljóta náð fyrir æðstu stjórnendum ESB til að leyfast notkun þessa vafasama gjaldmiðils.
Gunnar Gunnarsson, 19.5.2009 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.