Forræðishyggja í algleymingi

...„við verðstýrum ekki óhollustunni ofan í fólk, heldur gerum hið gagnstæða“ er haft eftir Ögmundi Jónassyni, ráðherra heilbrigðismála eftir að hafa útlistað nýjustu tilbrigði við opinbera stjórnsýslu fyrir öðrum ráðherrum á ríkisstjórnarfundi.

Fréttir af tannheilsu barna, eða skorti þar á, fyrir fáeinum dögum, voru lítið uppörvandi og var framtak tannlækna, sem gáfu þjónustu sína til að sinna þeim verst stöddu, stéttinni til mikils sóma.

Ef það er tannheilsa barna, sem raunverulega vakir fyrir ráðherranum, ætti hann að sjá sóma sinn í að fólk geti leitað til tannlækna án þess að setja sig á hausinn. Tannlæknaþjónusta er dýr og greinilega ekki á færi allra að nálgast hana. Þess vegna var þessi þjónusta, rétt eins og er með aðra heilbrigðisþjónustu niðurgreidd. Þar nutu þeir, sem helzt þurftu á þjónustunni að halda. „Verðlagning tannlæknastofa er allt að 160% hærri en viðmiðunargjaldskrá heilbrigðisráðherra, enda hefur hún ekki breyst frá árinu 2004“ voru upphafsorð fréttar í Morgunblaðinu fyrir fáeinum dögum.

Það var þarna, sem hæstvirtur ráðherrann hefði átt að taka til hendinni; gera fólki kleift að leita þessarar sjálfsögðu þjónustu.

Það hefði verið eðlilega leiðin í stað þess að setja sig í hinar ódýru forsjárhyggjustellingar, sem myndbirtast í klisjunum „við ætlum að stýra þessu og við ætlum að stýra hinu“. Það er dýrt að setja fram raunhæfar lausnir, en það er svo óendanlega miklu skemmtilegra að baða sið í sviðsljósi frétta, þrátt fyrir að inntakið sé í ódýrari kantinum.

 


mbl.is Sykurskattur fyrir lýðheilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband