Þráhyggja Olli Rehns

Það er orðið jafn víst og að mánudagur kemur á eftir sunnudegi að Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB tjáir sig um hugsanlega, og „líklega“ aðild Íslendinga að sambandinu. Eitthvað verða stækkunarstjórar víst að hafa fyrir stafni.

Undantekningalítið kemur svo Noregur upp í þessum hugleiðingum og gerir það einnig nú. Ég veit ekki hvað það er sem veldur þessari Noregsþráhyggju stjórans. Því var lýst yfir í Stórþinginu 6. maí að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu. Einnig kom fram að allir flokkar, utan einn, eru sammála um að halda Evrópumálunum utan við kosningabaráttuna í haust.

Þá hefur því verið lýst yfir í Stórþinginu að Norðmönnum sé nákvæmlega sama þó Íslendingar sæki um aðild að ESB; a.m.k. hefði slík umsókn akkúrat engin áhrif þar í landi í átt til umsóknar.


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Sammála Gunnar, hér í kring um mig, það er að segja norskir vinnufélagar og vinir, þá er engin sem hefur minsta áhuga á að skoða EB aðild

Anton Þór Harðarson, 13.5.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Veit að normönnum er slétt sama hvað er að gerast í ESB málum. þeir vita að það er ekki þeim í hag. En ESB veit að Noregur er ríkt land og reyna með öllum ráðum að ná því inn í sökkvandi skip ESB. Olli Rehn er klár og hans starf er að auðga ESB. Svo er það okkar að ákveða hvort við notum okkar vit eða annara. Auðvelt er að plata reynslulaust barn.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2009 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband