Kjánagangur í hæstu hæðum

Við þurfum ekki á þessari sýndarmennsku að halda. Það er rétt hjá formanni vinstri grænna, að ríkisstjórnin er ríkisstjórn allra landsmanna, en það að eyða næstum hálfri milljón króna í að sýna landsmönnum það, sem þeir vissu fyrir, er óráðsía af verstu gerð.

Þessi óráðsía er orðin að kjánaskap, þegar um er að ræða ríkisstjórn, sem lagði á það ríka áherzlu að gætt yrði ýtrustu ráðdeildar í meðferð opinberra fjármuna; laun yrðu lækkuð og skattar hækkaðir.

Ferð ríkisstjórnarinnar til Akureyrar var hugsuð til að ganga í augun á kjósendum í Norðausturkjördæmi. Sýna þeim hvað þetta væri nú einlæg stjórn allra landsmanna. Ég er hins vegar handviss um að þessir sömu kjósendur hefðu verið hæstánægðir með að láta hópinn hittast á sínum venjubundna stað, þó ekki hefði það verið nema til að hjálpa stjórninni með sparnaðaráformin.

Kjósendur, almennt, eru lítt hrifnir.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband