Engin rústabjörgun?

Horfði á útsendingu Samfylkingar og vinstri grænna um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Ég verð að segja eins og er að ég er minna en stórhrifinn. Mestur hluti útsendingarinnar fór í að segja frá hvernig málum yrði háttað varðandi umsóknarviðræður í ESB. Ljóst er að miklum tíma hefur verið varið í þjark og þref um hvernig unnt verði að halda þessari ríkisstjórn á lífi með  hugsanlegri aðstoð stjórnarandstöðunnar.

Það sem beðið hefur verið eftir er þó ekki niðurstaða í þessu gælumáli Samfylkingarinnar, heldur hvað til stæði að gera í málefnum fjölskyldna í landinu og atvinnuveganna. Það var beðið eftir því að eitthvað kæmi fram í beinni útsendingu, hverju mætti búast við í formi björgunaraðgerða. Það var beðið eftir einhverju áþreifanlegu, en það heyrðist ekki orð, sem skiptir máli. 


mbl.is Aukin tekjuöflun könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Stórfurðulegt.

Hvað varð um skjaldborgina um heimilin, sem þessir flokkar tjáðu sig svo mikið um ..

??

ThoR-E, 10.5.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Það var nú sennilega það, sem sérstaklega var beðið eftir. Einhverju áþreifanlegu.

Gunnar Gunnarsson, 10.5.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband