Eva Joly og Egill Helgason

Egill Helgason lét gamminn geysa á vefsíðu sinni 29. apríl sl. um sérstakan saksóknara, sem hann segir ekki hæfan til að sinna starfi sínu. Þessu fylgja svo fleiri dylgjur og meiri dónaskapur.

Björn Bjarnason svarar Agli á heimasíðu sinni í dag að því marki sem unnt er að svara þessum ómerkilegheitum:

„Skýring á ummælum Egils Helgasonar er einnig nærtæk. Þau eiga rætur að rekja til þess, að hann beitti sér fyrir því ásamt öðrum manni að fá Evu Joly, franskan saksóknara, hingað til lands og hún var síðan ráðin ráðgjafi hins sérstaka saksóknara í fáeina daga í mánuði fyrir hærri laun en nema mánaðarlaunum hins sérstaka saksóknara, auk þess sem samstarfsmaður Egils um að kalla Joly á vettvang hefur fengið launaðan samning við ríkið sem sérstakur aðstoðarmaður hennar við rannsókn málsins, þótt hann sé menntaður arkitekt, ef rétt er skilið. Joly hefur sætt gagnrýni íslenskra lögmanna fyrir ýmis ummæli, sem hún hefur látið falla um sekt manna vegna bankahrunsins og hafa þeir talið þau geta spillt fyrir málarekstri á vegum hins sérstaka saksóknara".

Lesið pistil Björns í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég verð vitni að orðum fullorðins fólks eins og þín her.  Þú veist fullkomnlega að þótt Eva Joly komi hér nokkra daga í mánuði - þá er heimurinn rafvæddur með netkerfi og fólk getur unnið hin ýmsu verk hvar sem er í heiminum.  Hún er ekki á þessum launum fyrir þessa örfáu daga, heldur hefur hún samband við ráðgjafa úti í heimi sem unnið hafa að slíkummálum, kemur okkur í samband við þá og meira.

Skil ekki hvernig hægt er að setja mál upp á svona einfaldan hátt - og eiga að teljast fullorðin manneskja.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Gunnar Gunnarsson

Aðalinntak pistilsins, sem ég bendi fólki á að lesa, er ómerkilegheit í garð sérstaks saksóknara. Við þurfum ekki á því að halda að reynt sé að varpa rýrð á embættismann, og hans fólk, sem vinna sína vinnu af kostgæfni og dugnaði. Ég fæ heldur ekki séð hvað gengur mönnum til að vera með þetta skítkast, nema þá hugsanlega að upphefja Frú Joly á kostnað þeirra, sem sitja hér heima. Sé svo, þá hafa menn náð nýjum lægðum.

Ég endurtek: Lesið pistil Björns í heild sinni.

Gunnar Gunnarsson, 4.5.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband