Eftirlaunalögin og Steingrímur J. Sigfússon

 Það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að ræða um eftirlaunalögin, sem ollu þvílíkum andköfum hjá Steingrími Joð að hann er enn hálfblár í framan. Slíkur var atgangurinn.

 Einn af aðstandendum eftirlaunafrumvarpsins umdeilda, sem varð að lögum 2003, var Steingrímur J. Sigfússon,  formaður vinstri grænna. Ekki skaðaði það téðan Steingrím að í lögunum var sérstakt ákvæði, sem tryggði honum sem formanni stjórnmálaflokks, sem ekki var jafnframt ráðherra, þægilegar aukatekjur.

 Það sem formaður vinstri grænna hafði uppúr krafsinu voru u.þ.b. 15,5 milljónir króna, sem reiknast þannig að á þeim liðlega 60 mánuðum, sem liðnir eru frá því lögin tóku gildi, fékk formaðurinn sitt þingfararkaup að viðbættu 50% álagi fyrir formannsamstrið. Þessi 50% gáfu semsé yfir 15 milljónir í aðra hönd.

 Þetta sérákvæði fyrir störfum hlaðna flokksformenn hékk svo inni þegar lögunum var breytt árið 2008. Ekki er vitað til að blessaður flokksformaðurinn hafi nokkurn tíma séð ástæðu til að leggja til að þessu yrði breytt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband