Auglýsing um skattahækkanir og viðbrögð Morgunblaðsins

Hópur, sem nefnir sig Áhugafólk um endurreisn Íslands birti heilsíðuauglýsingar í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu 19. og 20. þ.m. Auglýsingin er viðvörun til landsmanna vegna fyrirhugaðra skattahækkana vinstri flokkanna, ekki aðeins á tekjur, því Ögmundur Jónasson mun hafa misst það út úr sér að áætlað væri að setja á „sanngjarna eignaskatta“ að nýju.

 Auglýsingin setur fram á mjög grafískan hátt, hverju megi búast við í hækkunum skatta; tekju-, fjármagnstekju- og eignaskatta, verði vinstri flokkarnir áfram við völd. Vinstri grænir tala um upptöku „sanngjarnra eignaskatta". Það er ekkert til sem unnt væri að kalla sanngjarna eignaskatta. Þá er þess að vænta að laun verði lækkuð. Neðst í auglýsingunni er síðan spurt: „Hverjir eiga að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl?“ Góð spurning.

 Ég veit ekki hve margir standa að þessum hópi, sem kostar auglýsingarnar, hafi þeir lof fyrir. Það geta verið tveir einstaklingar eða tvö þúsund. Skiptir ekki máli.

 Þann 21. apríl birtir Morgunblaðið bréf frá óánægðri framkvæmdastýru Samfylkingarinnar. Mótmælir hún auglýsingunni, eins og við var að búast, og kvartar m.a. yfir því að geta ekki fundið þessi samtök á skrám yfir félög og ekkert gangi þó hún reyni að gúgla samtökin. Hennar vandamál.

 Í framhaldi af þessu vill hinn nýi, vel þenkjandi, Moggi greinilega ekki að máli sé hallað, en þar sem engin formleg mótmæli hafa borizt frá vinstri grænum, er leitað logandi ljósi í bloggheimi. Þar finnst ein færsla sem kippt er í fréttina undir millifyrirsögninni „VG andæfa líka". Með þessari innsetningu er Morgunblaðið að taka þátt í mótmælum gegn auglýsingu í blaðinu.

 Ég átta mig ekki á sálarástandi Moggafólks þessa dagana, en það að fara í stríð við auglýsendur með þessum hætti er eitthvað, sem ég held að gerist ekki á fjölmiðlum á hverjum degi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband