Romney og Obama

Óneitanlega er það hin bezta skemmtun að fylgjast með frambjóðendum til forseta og varaforseta í Bandaríkjunum eigast við á þessum málföndum sínum. Þetta hef ég gert lengi og er að gera eina ferðina enn þó það kosti vökur framundir morgun. Þetta er bara einfaldlega þess virði. Pólitísk skæmmtun í hæsta klassa.

Nú, þessa sl. nótt fylgdist ég með þeim Romney og Obama og hafði gaman af. Heldur var þessi rimma jafnari en sú fyrsta þar sem sitjandi forseti virtist vera einungis miðlungi áhugasamur um að fylgjast með og taka þátt. Í nótt var tekist á af fullum krafti og ekki kæmi mér á óvart þótt spekingar vestanhafs lýsi slaginn jafntefli. Svo má vel vera, en einhvern veg kæmi það mér ekki mikið á óvart þó Obama eigi undir högg að saækja og það verði honum erfitt að halda Hvíta húsinu.

Stoðir undir þá fullyrðingu mína renna niðurstöður Gallup-könnunar, sem birtar voru ekki löngu áður en „einvígið“ í nótt hófst, en þar kemur fram að í heild hafi Romney náð fjögurra punkta forskoti á Romney á landsvísu. Með birtingu þessara talna er með öllu horfinn sá yfirburður, sem sitjandi forseti hafði lengst af á bókstaflega öllum sviðum. Það eina, sem forsetinn getur huggað sig við er að hann virðist halda meirihluta fylgis meðal einhleypra kvenna.

Álitið er að helztu ástæður þessarar miklu fylgissóknar Romneys og Ryans er furðuléleg frammistaða foretans í fyrstu viðureign. Hann hafði að orði að þetta hefði ekki gengið sem skyldi vegna þass að hann hefði sofið svo lítið og illa nóttina áður.

Hin ástæðan fyrir góðu gengi Romneys og Ryans er sú að Paul Ryan, varaforsetaefni, bar í einu og öllu af sitjandi varaforseta, Bill Biden, en sá varð sér oft og ítrekað til skammar með frámmíköllum, hlátri, birtingu yfirstórs, skjannahvíts brostanngarðs, besservisserisma, dónaskap og einhverju, sem ekki er annað hægt að kalla en hreina frekju. Biden virtist ekki átta sig á að hann átti við að eiga sitjandi þingmann, sem vissi allt, sem hann þurfti að vita, og meira til, um öll þau aðskiljanlegustu málefni, er velta var upp í viðureign þeirra.

Í kjölfar urðu til þessir fjórir punktar, sem Gallup segir að skilji nú fylkingar að.

Megi þeim fjölga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband