Meðvitundarlitli ráðherrann

Það er með hreinum ólíkindum hvað þessi fjármálaráðherra okkar viðist illa tengdur við veruleikann.
Flesta rekur líklega minni til fjálglegra yfirlýsinga Steingríms J. um „glæsilega“ niðurstöðu félaga Svavars Gestssonar í niðurstöðu samninga um Icesave á sínum tíma.
Síðan hafa ótal hlutir verið að smella saman „öðru hvoru megin við helgina“, en þannig hafa viðbrögð hans gjarnan verið við spurningum um lausn erfiðra mála, sem flest eru annað hvort enn óleyst eða hafa verið sett fram í einhverju skelfilegu skötulíki. Þar nægir að benda á skuldavanda heimila og fyrirtækja.
Nú fær ráðherrann eitt sparkið enn: Lífeyrissjóðirnir munu ekki koma að neinni vinnu við vegaframkvæmdir og gera að engu yfirlýsingar um „býsna myndarlegan jólapakka“.
Þessi fyrrverandi íþróttafréttamaður á RÚV ætti að kanna hvort ekki væri möguleiki á að fá slíkt starf aftur; hann er ekki alveg að ná stími sem trúverðugur ráðherra fjármála.
mbl.is Viðræðuslit við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála

Jón Snæbjörnsson, 10.12.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband